Archive for November 23, 2010

Bentu á þann sem að þér þykir bestur

Kosningum til stjórnlagaþings 2011 lýkur á laugardaginn og nú ríður á að sem flestir taki þátt. Stjórnlagaþing þarf skýrt umboð um að það starfi fyrir hönd þjóðarinnar og því verður þjóðin að mæta á kjörstað og kjósa.

Það eru þeir sem sjá sér hag í því að letja fólk til þátttöku með það að augnamiði að ekki náist árangur af stjórnlagaþingi. Það er undir okkur komið að þetta takist ekki og mæta á kjörstað og standa keika að baki þeim þingmönnum sem veljast á þingið.

Þurfir þú fleiri vitnanna við þá er gott að renna yfir vef Hagsmunasamtaka frambjóðenda sem hafa það að markmiði að hvetja alla til að kjósa.

Gott að hafa í huga:

  1. Það er nóg að kjósa einn. Það má kjósa allt að 25.
  2. Taka með sér ‘tossaseðil’. Þá er um að gera að nýta sér heimsenda kjörseðilinn eða prenta út af Kosning.is
  3. Bentu á þann sem að þér þykir bestur: Þú setur þann sem þú vilt helst sjá á stjórnlagaþingi efst. Númer tvö er sá sem þú gætir hugsað þér næst. Og svo framvegis.
  4. Ef þú ert ákveðin(n) þá er um að gera að ganga í málið og kjósa, utankjörstaðaratkvæðagreiðsla er hafin.
  5. Sértu á Reykjarvíkursvæðinu þá er Laugardalshöllin opin frá 10-22 og þar geta allir kosið, líka þeir sem ekki eiga lögheimili í Reykjavík.

Skrifum góða stjórnarskrá, Ísland á það skilið.

:)
Magga Dóra