Aðkoma þjóðar

Stundum er þetta nefnt þátttökulýðræði eða beint lýðræði og hugsa þá margir til þjóðaratkvæðagreiðslna um ákveðin málefni. Þessi heimild til að skjóta máli til þjóðar getur verið mikilvægur öryggisventill til að halda valdajafnvægi. Það er mjög áhugavert að skoða hvernig ýmsar Evrópuþjóðir nýta sér þetta á ólíkan hátt. Allt frá Sviss sem er með ríka hefð fyrir þátttöku þjóðar í löggjafarvaldi yfir til Þýskalands þar sem ekki er gert ráð fyrir þjóðaratkvæðum nema í mjög takmörkuðum málaflokkum.

Það er mikilvægt að íslenska stjórnarskráin tilgreini það skýrt hvenær og hvernig skal efnt til þjófðaratkvæðagreiðslu. Skilgreina hvort þurfi meirihluta þátttöku (aukinn?), hvort þær séu leiðbeinandi eða bindandi og fleira.

Það er hinsvegar ekki nægjanlegt. Það að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til málefnis þegar þegar búið er að setja þau upp í Já/Nei samhengi atkvæðagreiðslu takmarkar alltof mikið valdið sem þjóðin fær. Sá sem stillir upp spurningunni hefur allt valdið.

Það er því ekki síður mikilvægt hér að þjóðin geti komið með athugasemdir fyrr, sem dæmi lesið yfir frumvörp og gefið álit. Það eru margir sérfræðingar sem glaðir myndu vilja hafa áhrif á löggjöf á sín sérsviði og sjaldnast eru tilkallaðir aðrir sérfræðingar en starfa innan ákveðinn faghópa eða þrýstihópa.

Ef að það á að spyrja þjóðarinnar spurningar sem hefur bara já/nei svar þá verður þjóðina að koma að því að semja spurninguna og stilla upp valkostunum. Við vitum nefninlega að heimurinn er ekki bara svart/hvítur.

No comments yet»

Leave a comment