Kerfisgreining

Undanfarin ár hef ég unnið sem kerfisgreininandi við hugbúnaðargerð. Sem kerfisgreininandi er ég iðulega í því hlutverki að setja mig í spor annarra og skilja þeirra þarfir og kröfur til kerfisins sem verið er að smíða. Mitt starf er síðan að taka þessar þarfir og kröfur og vinna þær áfram þannig að allir skilji hvað á að gera. Í því ferli þarf oft að gera málamiðlanir milli þarfa/krafna ólíkra aðila sem að kerfinu koma. Stundum verður að leita málamyndanna og stundum þarf að forgangsraða ákveðnum kröfum fram yfir aðrar.

Meðan á þessu ferli stendur er mikilvægt að hugsa um hvernig kerfi kröfurnar í heild sinni eru að teikna upp. Oft eru kröfur í mótsögn við hvor aðra og kerfið getur ekki gengið upp með þær allar innanborðs þó að hver og ein sé mikilvæg og skiljanleg krafa. Þá þarf að stilla saman kröfurnar (og þá iðulega kröfuhafana) til að sú heildarmynd fáist sem að stefnt er að.

Svona langar mig að hugsa vinnu Stjórnlagaþings. Í upphafi fáum við gríðarlega mikið af gögnum með hugmyndum víða að um hvaða breytingar skuli gera á stjórnarskránni. Þetta eru hugmyndir þingmanna sjálfra og annarra frambjóðenda, frá Þjóðfundi, frá álitsgjöfum þingsins, frá undirbúningsnefnd stjórnlaga þings ofl. Hugmyndirnar verða of margar til að hægt er að vinna þær allar á þessu þingi. Mikið af þessum gögnum innihalda kröfur sem eru í mótsögn. Þess vegna er mikilvægt að þingið vinni vel úr þessum upplýsingum, taki fyrir réttu kröfurnar og leysi úr þeim álitamálum sem þær skapa þannig að þegar upp er staðið verði til ný stjórnarskrá sem sannarlega endurspeglar þá heildarmynd sem við stefnum að, þ.e. endurspegli það þjóðfélag sem við viljum búa í.

:)
MD

No comments yet»

Leave a comment