Nýyrðasmíði

Enskumælandi nefna stóra vélasali viðlíka og Google notar fyrir sínar vélar “server farms”. Ég er búin að vera að vandræðast með hvað maður kallar svona á íslensku og datt um nýyrði um helgina sem ég held að gæti gagnast.

Telja lesendur þáttarins að orðið vélabú gæti náð yfir þetta fyrirbæri?

Það minnir á suðandi býflugnabú en ekki síst á heilabú.

Embla kannast ekkert við það og ekki Google heldur.

Hvað segiði? Já/nei?

:)
MD

3 Comments

  Tryggvi R. Jónsson wrote @

Gott orð, en hvenær er þetta orðið server farm og hvenær er þetta bara server room? Þarf 1.000 vélar til að verða bú? eða 500 ? … 100 ?

  Kristján Jónas Svavarsson wrote @

já !

  MD wrote @

Wikipedia skilgreinir vélabú svona:

http://en.wikipedia.org/wiki/Server_farm

Í meginatriðum: Vélabú er vélasalur fullur af vélum sem vinna allar að sama verkefni í einu neti. Stærðin skiptir því ekki máli (hér…).

:)
MD


Sorry, the comment form is closed at this time.

%d bloggers like this: